Sumar og sól á Grund

Það var haldin sumarhátíð á Grund í dag af því að veðurspáin lofaði sól og bongóblíðu. Hátíðahöldin voru einnig liður í því að minnast 100 ára afmælis Grundar en heimilið fagnar aldarafmæli þann 29. október næstkomand.i Regína Ósk og Sveinn héldu uppi fjöri með hressum lögum, Jón Ólafur gekk um með nikkuna, boðið var upp á andlitsmálningu og smáfólki var boðið upp á skrautlegar blöðrur og í hoppukastala. Gengið var um með ís, sætindi, safa og gos og síðan gátu ungir gestir farið í kubb eða "húllað". Frábær dagur í garðinum og veðrið lék svo sannarlega við okkur. Takk öll fyrir komuna í dag.