Suðræn stemning á Grund

Það sást til sólar í gær og gleðigjafinn Bjarni að mæta á heimilið. Það var því tilvalið að slá upp hátíð í sólríku portinu, bjóða upp á ís og fallega tóna. Veðrið lék við okkur og allir í essinu sínu. Dásemdar dagur á Grund.