Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.
Grund stefnir að því að fá alþjóðlega viðurkenningu með vorinu á að heimilið starfi í anda Eden hugmyndafræðinnar. Mörk og Ás hafa um árabil starfað í anda Eden.
Frekari upplýsingar um hugmyndafræðina er hægt að nálgast á heimasíðu samtakanna hér á landi.