Síðasta sperran komin upp

Það er gaman að segja frá því að síðasta sperran er komin upp í kaffihúsið sem nú rís í garði Grundar. Af því tilefni var í gær flaggað á Hringbrautinni.  Við fögnum svo núna sitthvoru megin við helgina 101 árs afmæli Grundar svo það er mikið um dýrðir hjá okkur þessa dagana.