Hún er þriggja og hálfs árs og heillar alla uppúr skónum. Salka er heimsóknarvinur á vegum Rauða krossins og ætlar að koma framvegis hálfsmánaðarlega með henni Ellu Rögnvaldsdóttur og gleðja okkur með nærveru sinni.

Við hér á Grund bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar og ef þið vitið um heimilismenn sem myndu vilja hitta Sölku þá endilega látið starfsfólkið ií iðjuþjálfun vita. Starfsstöð iðjuþjálfunar er á 3 hæð á Grund fyrir miðju hússins.
Salka er að fara í sumarfrí en kemur næst í hús 12. ágúst