Prjónaklúbburinn vinsæll

Á mánudögum hittast heimiliskonur á Litlu og Minni Grund og prjóna saman. Þórhalla, sem vinnur í iðju og félagsstarfi, heldur utan um stundirnar sem eru afskaplega notarlegar. Herrarnir sem hér búa eru auðvitað líka velkomnir í selskapinn en um þessar mundir eru það eingöngu konur sem mæta í prjónaklúbbinn.