Páskabingó á Grund

Páskarnir eru á næsta leyti og heimilisfólk byrjað að spila páskabingó, sem vekur ávallt lukku. Vinningseggin voru af ýmsum stærðum að þessu sinni. Páskabingóið var í hátíðasal og auðvitað mætti Jón Ólafur með nikkuna. Á næstu dögum verður spilabingó á hinum ýmsu stöðum á Grund.