Ný lyfta á Minni Grund tekin í notkun

Í síðustu viku var nýja lyftan á Minni Grund tekin í notkun með viðhöfn. Heimilismaðurinn Eiríkur Jónsson, sem býr á Minni Grund, klippti á borða og síðan var boðið upp á freyðivín og konfekt og auðvitað kaffi og bakkelsi. Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og nokkrir gátu ekki á sér setið og tóku nokkur spor.