Málað á grasker

Það er frábært að sjá hvernig starfsfólkið í vinnustofunni hugsar út fyrir rammann hér á Grund. Það er næstum ógjörningur fyrir heimilisfólk að skera út grasker, erfiðisvinna fyrir lúnar hendur sem oft eru þjakaðar af gigt og kvillum.
 
Starfsfólkið leggur sig í líma við að finna út hvernig hægt er að virkja heimilisfólkið með og skapa notalegt og skemmtilegt andrúmsloft.
Þetta árið datt því í hug að það væri bara heillaráð að mála graskerin, spjalla og fræðast um hrekkjavöku og lita grasker ef fólk vildi.
 
Gefandi stund, gleði og kátína