Kisa mín, kisa mín

Nú eru margar rafkisur komnar með fasta búsetu á Grund og heimilisfólkinu finnst virkilega notalegt að fá þær í fang til að klappa og kúra með. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og fá bara nýjar rafhlöður þegar þær verða lúnar.