Kaffisamsæti í betri stofunni

Það var notalegt kaffisamsætið sem Ísafold og Ásta héldu á fjórðu hæðinni hér á Grund í vikunni. Betri stofan á Vegamótum hefur fengið smá andlitslyftingu svo það er um að gera að njóta hennar í góðra vina hópi.