Guðrún B Gísladóttir sæmd fálkaorðunni

Önnur orðuveit­ing árs­ins fór fram á Bessa­stöðum í dag, 17. júní. Fjórtán einstaklingar voru sæmd­ir fálka­orðunni að þessu sinni. Guðrún Birna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Grundar, hlaut riddarakrossinn fyrir umönnun og þjónustu við aldraða.