Gamlárskvöldið undirbúið

 Nú eru áramótin handan við hornið og heimilisfólk og starfsfólk ákváðu í sameiningu að búa til grímur og hatta fyrir gamlárskvöld. Sumir heimilismenn fara til ættingja sinna yfir áramótin og fagna tímamótum með þeim en það eru líka margir heimilismenn sem verða hér heima á Grund. Kokkarnir okkar lokka fram góðan mat, ostar og snakk komið í hús og svo verður bara fylgst með ávarpi forsætisráðherra, annálum og áramótaskaupinu.