Gáfu Grund fimm loftdýnur

Thorvaldsenkonur komu fyrir nokkru færandi hendi hingað á Grund með fimm loftdýnur. Sigrún Faulk framkvæmdastjóri hjúkrunar á heimilinu tók á móti dýnunum frá fulltrúum Thorvaldsenskvenna. Alveg frábæ gjöf og þörfin mikil. Dýnurnar henta vel til að fyrirbyggja sár og meðhöndla þrýstingssár. Mjúkt innra lag veitir þægindi og hentar vel til að verkjastilla. Thorvaldsenskonum er innilega þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf.