Flottustu piparkökuhúsin á Grund

Það var skemmtileg stemningin í húsinu nú fyrir jólin þegar flottustu piparkökuhúsin voru valin hér á Grund. Starfsfólk og heimilisfólk hafði lagt sig í líma við að gera húsin sem fallegust. Heimilið Vegamót á fjórðu hæð bar sigur úr býtum, annað sæti hreppti Vegamót á 3 hæð og þriðja sætið hlaut heimilisfólk og starfsfólk fyrir piparkökuhúsið á 2. hæð í austurhúsinu. Til hamingju öll. Þetta var skemmtilegt.