Fjarlægði á fimmta hundrað tyggjóklessur

Guðjón Óskarsson hefur verið iðinn við að losa borgarbúa við tyggjóklessur. Í tilefni 100 ára afmælis Grundar þann 29. október næstkomandi var ákveðið að biðja hann um að koma og fjarlægja tyggjóklessur af lóð heimilisins. Guðjón mætti svo sannarlega og dvaldi hér nokkra dagsparta enda voru tyggjóklessurnar á fimmta hundrað í kringum húsið. Takk Guðjón.