Líflegt í sjúkraþjálfuninni í Ási

Það er ýmislegt brallað í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hjólað, gengið, teygt og togað. Andrúmsloftið er létt og notalegt og allir sem koma út glaðir og sælir með að hafa nú tekið á og liðkað sig. Svo er náttúrulega ekkert eins yndislegt og að enda þjálfunina á heitum bökstrum og afslöppun.