Að vera í sambandi

Það skiptir máli að vera í góðu sambandi og við höfum heyrt að aðstandendur almennt kalla eftir upplýsingagjöf um viðburði og annað sem í boði er fyrir heimilisfólk.
Við viljum endilega hvetja aðstandendur til að taka þátt í viðburðum stórum og smáum, það er velkomið að líta við í opin hús í iðjuþjálfun með sínu fólki, stólaleikfimi eða hvað sem er, það er bara skemmtilegt að taka þátt í formlegum og óformlegum viðburðum, samveran gefur alltaf mikið.
Til þess að við getum miðlað þessum upplýsingum þurfum við að vera með upplýsingar um aðstandendur og upplýsingarnar þurfa að vera réttar.
Við hvetjum alla aðstandendur til þess að skrá inn upplýsingar um sig á hlekknum hér fyrir neðan. Við hvetjum líka þá sem að eru núna skráðir til þess að fylla út upplýsingar um sig, og mögulega þannig uppfæra gamlar upplýsingar.
Vinsamlegast deilið þessum hlekk innan fjölskyldu þannig að fleiri geti skráð sig. Þeir sem að eru skráðir með þessum hætti fá þó ekki sjálfkrafa upplýsingar um heilsufar og viðkvæmar upplýsingar. Slíkt er alltaf metið í hverju tilfelli fyrir sig. Að hafa þessar upplýsingar skráðar hjálpar okkur líka að þekkja betur þá einstaklinga sem að við erum að aðstoða.
Við viljum halda góðu sambandi og hvetjum aðstandendur til að hafa samband ef að eitthvað er, stórt eða smátt.
Skráning upplýsinga hér: https://forms.office.com/e/Jjgc7VQk8b
Kveðja og góða helgi,
Karl Óttar Einarsson
forstjóri Grundarheimilanna