Þorrahlaðborð og lopapeysur

Bóndadegi var fagnað í Ási. Sönghópurinn Tjaldur kom og tók þorralög fyrir heimilisfólkið í hádeginu. Sönghópurinn gæddi sér síðan af þorrahlaðborðinu í boði hússins og að lokum tóku þau þorralögin fyrir starfsfólkið við góðar undirtektir. Það var gaman að sjá hvað fallega var skreytt á heimilunum og kórfélagar í fallegum lopapeysum.