Taktu auka skrefið

 
Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina. 

 

Ég ætla að biðja þig um að taka auka skrefið með mér
0123-15-071992
kt: 060972-5679 
Ég heiti Sigfríður Birna Sigmarsdóttir ( Siffa ) 50 ára mamma og amma.
Ég er félags- og sjúkraliði og starfa á hjúkrunarheimilinu Mörk og á sjúkrahúsinu Vogi.
Mig langar að biðja þig eða þitt fyrirtæki að taka auka skrefið.
Ég hef unnið í Mörkinni síðan 2014 á deild sem heitir Glaumbær og er á 2 hæð í suðurenda. Þar búa 10 manns á aldrinum 59 -74 ára og eru þau með ýmsar greiningar og sjúkdóma. Þetta er lítið og notalegt heimili samansett af fólki sem lífið hefur af einhverjum ástæðum leitt þau inn á hjúkrunarheimili langt fyrir aldur fram.
Algjört úrræðarleysi er í okkar annars ágæta samfélagi fyrir þennan aldurshóp, þar sem við viljum að öllum líði vel og allir hafi sömu tækifæri.
Sum vina minna hér í Glaumbæ eiga lítið sem ekkert bakland og hafa lítið á milli handanna og geta þess vegna ekki notið litlu hlutanna í lífinu sem okkur hinum finnst oft sjálfsagðir. Eins og fara í bíó eða leikhús, panta sér Dominos á föstudagskvöldi ef svo ber undir. Ég hef líka heyrt að heimilismenn dreymi um að fara til útlanda í sólina.
Nú er svo komið að ég hef ákveðið að sitja ekki lengur og nöldra heldur gera eitthvað í málinu. Ég er svo heppin að eiga frábæra vinnuveitendur sem hafa gert mér það kleift að taka 3ja mánaða frí frá 1. mars - 1. júní 2023, og ætla ég að hjóla Jakobsveginn sem er tæplega 1000 km leið. Ég byrja að hjóla frá St.-Jean Pied de Port í Frakklandi og fara yfir norður Spán til Santiago de Compostela.
Allur kostnaður sem hlýst af svona verkefni er kostaður af mér s.s. ferðir, leiga á hjóli og búnaði, gisting og uppihald.
Allt fé sem safnast fer beint inn á reikning sem ég stofnaði í Landsbankanum fyrir heimilisfólkið á 2 hæð suður í Mörkinni.
Verndarar sjóðsins eru Guðný Hrönn Úlfarsdóttir og Lilja Sif Bjarnadóttir.
Ég hafði hugsað þetta þannig að starfsmenn í samráði við heimilismenn gætu sótt um í sjóðinn til þess að gera skemmtilega hluti saman, og við reynum að búa til minningar fyrir fólkið okkar því að við sem vinnum á heimilinu vitum að þetta er þeirra endastöð og fyrir sum þeirra er starfsfólkið þeirra fjölskylda. Í Mörkinni er mikið af afburða góðu starfsfólki sem er endalaust til í að taka þessi aukaskref fyrir heimilismenn, sem þarf að gera til að auka lífsgæði þeirra.
Ég ætla að nota Snapp á leiðinni og ef þú eða þitt fyrirtæki viljið fá auglýsingu þar, kem ég því að með mikilli ánægju. Það er t.d. hægt að merkja hjólagallann, derhúfur eða vatnsbrúsa. Þarf ekki að kosta mikið til að vera sýnilegur.
Ef þú eða þitt fyrirtæki eru aflögufær um að styrkja okkur yrði ég mjög glöð og þakklát.
Landsbankinn. Taktu auka skrefið.
0123-15-071992 kt: 060972-5679.
Sigfríður Birna Sigmarsdóttir.
Ef þú vilt hitta mig eða heyra í mér og vita meira um þessa söfnun eða þá sem þú ert að gleðja þá er það auðfengið. Siffa 692-9481. Siffabirna@gmail.com
Ég ætla að taka aukaskrefið, komdu með