Strengjakvartett hélt tónleika í hátíðasal

Strengjakvartettinn Eyja hélt í gær tónleika í hátíðasal Grundar fyrir fullum sal. Það eru þær Sara Karin Kristinsdóttir, Elísabet Anna Dudziak, Diljá Finnsdóttir og Ágústa Bergrós Jakobsdóttir sem skipa kvartettinn. Þær komu á vegum Hins hússins og léku þjóðlagatónlist fyrir heimilismenn og tónlist með þjóðlegum áhrifum. Dásamlegir tónleikar og takk kærlega fyrir komuna