Söngurinn ómaði um húsið

 Það var skemmtileg heimsóknin sem við fengum hingað á Grund í gær. Yngstu börnin í Landskotsskóla komu og sungu fyrir okkur og söngurinn ómaði um húsið.  Þvílík gleði með þessa dásamlegu heimsókn. Takk fyrir komuna. Við hlökkum til að taka aftur á móti ykkur.