Boðið var upp á skötuveislu í hádeginu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Einnig var boðið upp á saltfisk og auðvitað Brennivín. Borðað var í tveimur hollum og mættu yfir 150 íbúar og gestir. Skötuilmurinn náði um allt hús og voru gestir ánægðir með hversu vel kæst skatan var.
Gleðilega hátíð.