Samningur um þjónustu Landspítala

Mörk hjúkrunarheimili og  LSH  hafa gert með sér samning um aðstoð við geðeiningar Markar.  Er það geðsvið Landspítala sem veitir þjónustuna sem lýtur að markvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Á myndinni undirrita  Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og Nanna Briem forstöðumaður geðheilbrigðisþjónustu Landspítala samninginn, sem gildir í þrjú ár.