Portið á Grund iðar af lífi

 Þegar veðrið leikur við okkur eins og undanfarna daga iðar bakgarðurinn á Grund af lífi, Harmonikkutónar, gítarspil, söngur, ís og skemmtilegheit er það sem einkennir portið okkar enda skjólríkt þar með eindæmum og gott að vera þegar sólin skín.