Lífshlaupið í Ási

Lífshlaupið er hafið í Ási og alla vikuna hefur starfsfólk Iðjuþjálfunar ásamt íþróttafræðingi farið um heimilið með léttar og skemmtilegar æfingar. Það er létt yfir fólki og allir hafa gaman af því að spreyta sig á þessum liðkandi æfingum.