Leikskólabörn í heimsókn

Það verður allt einhvern veginn bjartara og léttara þegar börn koma í heimsókn hingað á Grund. Þannig var það núna í vikunni þegar krakkar frá Vesturborg komu og eyddu morgninum með heimilisfólki á Minni og Litlu Grund. Það var litað, spjallað, perlað og sungið. Dásamleg stund. Takk fyrir yndislega heimsókn.