Kemur syngjandi í hús

Það er alltaf gleðilegt þegar Stefán Helgi Stefánsson kemur svífandi hingað í Mörk til að gleðja heimilisfólkið okkar með söng sínum. Hann kemur á vegum Elligleði sem hann og Margrét Sesselja Magnúsdóttir eru með saman og hefur það eitt að markmiði að gleðja aldraða með söng og þá sér í lagi þá sem komnir eru með minnissjúkdóma. Þau hafa verið með Elligleðina hátt á annan áratug og heimilin sem þau hafa heimsótt reglulega skipta mörgum tugum.