Gleðistund þegar Kristján kemur í heimsókn

Kristján Sigurðsson kom reglulega á aðra hæð í Mörk þegar tengdamóðir hans Lára Þorstensdóttir var þar heimiliskona. Eftir að hún lést hefur hann haldið tryggð við hæðina og mætir oft til okkar með gítarinn og tekur lagið. Það eru sannkallaðar gleðistundir þegar Kristján kemur í heimsókn.