Í tilefni af degi mannréttinda barna þann 20.nóvember voru nemendur í Álfhólsskóla með góðgerðarviku núna 17.-21.nóvember.
Og við nutum góðs af því hér á Grund því hingað komu fjallhressir strákar úr 10. bekk stormandi með fimm sortir af nýbökuðum smákökum sem þeir höfðu bakað. Allar nema piparkökurnar sögðu þeir.
Heimilismenn voru himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn og gerðu kökunum góð skil.
Takk strákar fyrir frábæra heimsókn