Bingó vinsælt á Grund

Þegar boðið er upp á bingó á Grund fyllist hátíðasalurinn. Líklega ekki oft sem salurinn er svona þétt setinn fyrir utan það þegar Fóstbræður mæta með sína árlegu tónleika eða setningarhátíð Airwaves er í gangi. 😀
Nokkrir starfsmenn ganga um á meðan bingótölurnar eru lesnar upp og aðstoða og svo eru alltaf einhverjir aðstandendur sem koma og aðstoða fólkið sitt. Vinningarnir eru allskonar, flísteppi, snyrtivörur, hanskar, sætindi eða sokkar