Fréttir

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Ilmurinn úr eldhúsinu...

Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu

Gleði með opnun sundlaugar á ný

Jólastemning á Kaffi Mörk

Kaffihúsið hefur nú fengið á sig jólalegan blæ, jólalögin óma, kertaljós og hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og heimabökuðu bakkelsi. Að sjálfsögðu virðum við þær relgur sem enn eru í gildi um að aldrei séu fleiri en tíu í einu á kaffihúsinu.