Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Það skipir öllu að starfsfólk fái tækifæri til að kynnast heimilismanni þegar hann flytur á hjúkrunarheimili. Það er auðvitað gert með spjalli en lífssagan gegnir mikilvægu hlutverki. Þar getur starfsfólk lesið sér til um lífshlaup heimilismanns og upplýsingarnar verið grunnur að samtali.
Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási í Hveragerði að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Byrjað er á stuttri kynningu um Eden hugmyndafræðina sem stuðst er við á öllum Grundarheimilunum.
Við verðum með sýnishorn af lífssögu og aðstoðum aðstandendur sem vilja við gerð hennar. Þá væri frábært ef aðstandendur kæmu með ljósmyndir af heimilismanni frá ýmsum skeiðum lífsins. Nægir að prenta út ljósmyndir en aðstandendur líma myndirnar á veggspjald sem skrifað er á og svo er tilvalið að hengja það upp hjá heimilisfólki. Veitum einnig ráðlegginar ef fólk vill útbúa lífssögu heima.
Bendum aðstandendum á aðra möguleika við gerð lífssögu eins og að útbúa bækur á netinu með texta og ljósmyndum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Bjóðum upp á kruðerí með kaffinu. Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg á netfanginu gudbjorg@grund.is