Tóku þátt í árlegu leynisamprjóni

Einu sinni á ári býður prjónahönnuðurinn Stephen West upp á leynisamprjón þar sem prjónað er  sjal sem hann hannar. Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási er ein þeirra sem tóku þátt núna fjórum öðrum starfsmönnum í Ási.  „Við sem tókum þátt vissum að það átti að  prjóna sjal og  fengum upplýsingar um hversu mikið garn við áttum að nota og um það bil hve marga liti. Við  renndum að öðru leyti  blint í sjóinn“, segir Fanney. „Við fengum  senda  eina vísbendingu á viku í gegnum netpóstinn okkar. Það fylgdu vísbendingunum mjög góðar leiðbeiningar þannig að það áttu allir að geta tekið þátt í þessu skemmtilega leynisamprjóni. Á facebook og á Instagram eru hópar þar sem allir meðlimirnir eru þátttakendur í prjóninu og þar deildi fólk myndum af litasamsetningum og framgangi sjalsins. Starfsmennirnir í Ási sem tóku þátt voru Fanney Björg, Guðrún Lilja, Sveinbjörg, Rósa og Helga Baldvina og það skemmtilega er að öll eru sjölin ólík.