Til aðstandenda

Kæru aðstandendur
Í samráði við sóttvarnaryfirvöld gerum við nú tilslakanir á heimsóknarreglum. Áfram biðjum við gesti að gæta ítrustu árverkni og hafa sóttvarnarráðstafanir í heiðri.
• Gestir og börn þeirra eru velkomin.
• Gestir dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eins og borðstofu og setustofu.
• Heimilismönnum er heimilt að fara út af heimilinu, í gönguferðir, í bíltúra og heimsóknir með sínum nánustu en gæta vel að sóttvörnum og spritta hendur við heimkomu.
• Gestir bera grímur, spritta hendur og fara beint inn á herbergi þar sem þeir geta tekið grímuna niður.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví en gera má undanþágur vegna lífslokameðferðar eða skyndilegra veikinda.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu. Þetta ákvæði gildir þó ekki um fullbólusetta eða þá sem hafa fengið COVID-19. Eru þeir velkomnir í heimsókn svo fremi sem þeir framvísa gildum vottorðum og gæti vel að handhreinsun.
d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
Mikilvægt er að hafa í huga að sömu samkomutakmarkanir gilda í Ási og almennt í samfélaginu og höfum hugfast að bólusettir einstaklingar geta smitast af Covid og smitað aðra.
Í Ási er búið að fullbólusetja allflesta heimilismenn og starfsmenn. Enn á eftir að bólusetja einhverja af vorboðunum okkar ljúfu, starfsmenn sem hófu störf á vormánuðum og eru komnir til að leysa okkur hin af í sumarfríi, ef af líkum lætur fá þau bólusetningu á næstu vikum.
Þó kalt hafi verið í veðri í morgun er sumarið heldur betur farið að minna á sig, trén að laufgast og grasið að grænka. Við sjáum fram á betri tíð eftir langan og erfiðan vetur.
Hjartans þakkir fyrir allt og gleðilegt sumar,
Birna