Þorrinn kom siglandi í Mörk

Heimilisfólk í Mörk útbjó þessa skemmtilegu þorraskreytingu sem prýðir anddyri heimilisins. Þorrinn að sigla inn í matsalinn sem á vel við þar sem kræsingarnar þessa dagana hafa borið keim af súrmeti  og því sem tilheyrir þessum þjóðlega tíma.