Þekkir þú áhugasaman hársnyrti?

Það skiptir heimiliskonur máli að hafa hársnyrtistofu hér á Grund, geta farið í klippingu, lagningu og blástur eða permanent ef svo ber undir en auðvitað þurfa herrarnir okkar líka að fara í klippingu. Hársnyrtirinn okkar er hættur störfum svo nú leitum við logandi ljósi að færum og áhugasömum hársnyrti. Á meðan biðjum við fólk að sýna biðlund og hvetjum aðstandendur til að hlaupa undir bagga með okkur ef þarf, setja rúllur í mömmu eða ömmu og blása hár ef þarf.
Ef þú þekkir góðan hársnyrti kæri lesandi viltu benda honum á slóðina hér að neðan.

Hársnyrtir óskast | Grund dvalar- og hjúkrunarheimili (alfred.is)