Sýning í tengigangi Markar

Ólafur Sveinberg, heimilismaður á 2. hæð í Mörk, er með sýningu á verkum sínum og er þegar búinn að selja fjögur verk af fjórtán.

Sýningin, er í tengigangi Markar milli hjúkrunarheimilis og heilsulindarinnar en gangurinn tengir einnig  íbúðabyggingarnar við Suðurlandsbraut 58 til 62 og hjúkrunarheimilið. 

Hafliði Hjartarson, sem er íbúi hjá Íbúðum 60+  og situr í stjórn íbúaráðs, sá um að setja upp sýningua með listamanninum.