Söngur og ís í sólinni

Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund. Jón Ólafur og Bjarni Hall voru mættir með gítar og harmonikku og svo var gestur í heimsókn sem spreytti sig á nikkunni hans Jóns Ólafs. Boðið var upp á ís í þessu dásemdar veðri. Ekki amalegt á svona degi hér á Grund. ☀️🌼🌻