Smákökubakstur á Grund

Það styttist í jólin og þessa dagana berst smákökuilmur um húsið því heimilisfólk er liðtækt við jólabaksturinn í ár. Það eru súkkulaðibitakökur, spesíur og ýmsar sortir sem streyma úr bökunumarofnunum. Stór hluti af gleðinni við að baka að smakka þær ylvolgar með mjólkurglasi eða kaffibolla.