Skelltu sér á kaffihús

Nokkrir heimilismenn og starfsfólk sem búa og starfa á 2. hæð í Mörk ákváðu að bregða undir sig betri fætinum í vikunni. Skelltu sér á Kastalakaffihúsið hjá Hjálpræðishernum sem er bara við hliðina á Mörk og fengu sér marengstertu og heitt súkkulaði. Allir sælir með þessa tilbreytni og frábært að fá sér ferskt loft þó göngutúrinn væri ekki langur.