Síðasta innipúttmót vetrarins

Síðasta púttmót vetrarins var haldið i lok apríl og að venju var það Júlíus G. Rafnsson, fyrrverandi forseti Golfsambands Íslands, sem hélt utan um og stýrði mótinu. Eins og í fyrri mótum í vetur voru teknir tveir 9 holu hringir og að því loknu fór pútthópurinn í Kaffi Mörk og gæddi sér á guðaveigum og góðgæti. Það er hugur í fólki að byrja að pútta utandyra og taka þátt í púttmótum undir beru lofti en Júlíus hyggst einnig stýra mótum sumarsins.
Í þessu síðasta innanhússmóti vetrarins var tilkynnt um sigurvegara vetrarins, samtalan tekin úr mótum vetrarins.

Karlar
1. Sigurður Óskar Jónasson
2. Sveinn Viðar Jónsson
3. Þór Magnússon

Konur
1. Edda Svavarsdóttir
2. Una Stefanía Sigurðardóttir
3. Margrét Sveinbergsdóttir