Páskaeggjabingóið í Mörk

Nokkrar myndir frá páskabingóinu okkar sem var haldið í Mörk fyrir nokkru.  Mætingin var góð og það hefði mátt heyra saumnál detta, þvílík var einbeitingin. Heimilismenn voru ánægðir með vinningana eins og myndirnar bera með sér.