Örvunarskammtur af bóluefni

Í næstu viku stendur til að gefa heimilismönnum í Mörk svokallaðan örvunarskammt af bóluefni Pfizer eða bólusetningu nr. 3.

Við höfum ekki fengið að vita nákvæma dagsetningu en það skýrist síðar í vikunni. Ef einhver heimilismaður vill EKKI bólusetningu, og aðstandendur þekkja best sitt fólk, þá endilega að láta mig vita.

Annars munu okkar læknar fara yfir það hjá hverjum og einum.

Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarstjóri.