Notalegt í vinnustofu Markar

Margir heimilismenn koma niður í vinnustofu til að bjástra við eitthvað, prjóna, hekla, lesa, leysa krossgátur, teikna eða bara til að spjalla og fá sér kaffisopa.
Stundum eru ljósin slökkt, kveikt á kertum og róandi tónar fylla rýmið og þá eru heitir grjónapúðar settir á axlir.
Allt notalegar stundir þó þær séu með ólíku sniði milli daga. En líklega er það líka skemmtilegast, að hafa tilbreytinguna.