Notalegar stundir í vinnustofu Markar

Það er alltaf líf og fjör í vinnustofunni okkar á fyrstu hæðinni í Mörk. Sumir vilja vinna eitthvað í höndum á meðan aðrir taka þátt í samræðum og fylgjast með því sem fólkið er að bjástra við. Það er svo þessa dagana að færast jólalegur blær yfir þau verkefni sem fólkið okkar er að fást við. Takið eftir hvað ferfætlingurinn hefur það nú notalegt hjá okkur.