Notaleg samverustund

Stundum er einfaldlega gott að setjast niður, spjalla og kannski gera eitthvað í höndum ef heilsan leyfir. Það er svo notalegt að fá sér eitt sérrýstaup, sérstaklega nú þegar skammdegið er sem mest. Heimilisfólkið á Grund kemur oft saman í vinnustofu heimilisins og á þar saman notalega samverustund. Þetta var klárlega þannig stund.