Nemendur úr Vesturbæjarskóla sungu jólalögin

Það var ánægjuleg heimsóknin sem við fengum á Litlu og Minni Grund fyrir jólin. Nemendur úr 6. bekk i Vesturbæjarskóla komu og sungu jólalögin fyrir heimilismenn. Þvílík gleði sem skein úr andlitum fólksins við að hlusta á þessi yndislegu ungmenni syngja inn jólin hjá okkur. Takk kærlega fyrir frábæra heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur næst.