Miðbær hlaut gullverðlaun fyrir sínar svalir

Hér koma úrslit dómnefndar sem gekk um húsið á miðvikudag og valdi þær svalir sem bera af hér í Mörk.
Það munaði einu stigi á gull og silfur vinningshöfum en allir vinningshafarnir skoruðu mjög hátt í gróðri, litasamsetningu og grósku blóma ásamt aðgengi heimilisfólks að svölum.
Miðbær var með fallega skreytt, mjög snyrtilegar svalir og mikil stemning á heimilinu ásamt góðum veitingum. Einnig komu skemmtilegir leynigestir.
Hugheimar var með snyrtilegar svalir ásamt skemmtilegu skrauti og aukahlutum eins og teppi og bókum til að bæta hlýleika.
Álfholt tók vel á móti dómnefnd en þau voru með snyrtilegar svalir og skemmtilega skrautmuni.
 
Gullverðlaun fékk heimilið Miðbær sem er á annari hæð í miðju.
Silfurverðlaun fékk heimilið Ljósheimar sem er á þriðju hæð í miðju.
Bronsverðlaun fékk heimilið Álfholt sem er á fjórðu hæð í miðju.

 

Við óskuim vinningshöfum hjartanlega til hamingju. Vinningshafar fengu peningaverðlaun og geta nú gert eitthvað skemmtilegt og sem veitir tilbreytingu í daglegt líf.