Líf og fjör á sumarhátíðinni í Ási

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á sumarhátíðinni sem haldin var í Ási í gær.  Veðrið var ekki sem ákjósanlegast svo hátíðin var flutt inn í nýja matsalinn. Hjónin   Regína Ósk og Sigursveinn skemmtu  með söng  og sumir gátu ekki á sér setið og tóku nokkur spor. Í setustofunni var ýmislegt í boði fyrir yngri kynslóðina en þar gladdi Ingunn börnin með glæsilegri andlitsmálningu á meðan Daníel bjó til allskonar fígúrur úr blöðrum. Aðstandendur komu og skemmtu sér vel með starfsfólki og heimilisfólki.